Í byrjun tímans ræddum við um og skoðuðum ráðleggingar embætti landlæknis. Tókum fyrir ávaxta og grænmetisneyslu og hvernig við getum bætt grænmeti og ávöxtum auðveldlega við mataræðið okkar
í seinnihluta tímans bökuðum við bóndakökur
Hráefni
3 dl hveiti
1 dl haframjöl
½ tsk matarsódi
100 g smjörlíki
1 dl sykur
1 msk sýróp
1 egg
1 tsk vanilludropar
Aðferð
Kveikið á ofninu, 180 gráður
Mælið hveiti, haframjöl, matarsóda og sykur og setjið í skál
Myljið smjörlíkið saman við
Brjótið egg í glas setjið í skálina
Mælið sýróp og vanilludropa og blandið saman við
Deigið hrært saman með sleif þar til allt er vel blandað saman
Skiptið deginu í þrennt og mótið 8 kúlur úr hverjum hluta
Bakið í ofni í 8 – 10 mínútur
Comments