Grænmetissúpa
- Þóra Kjartansdóttir
- Mar 9, 2022
- 1 min read
Hráefni
1 l vatn
1- 2 gulrætur
1-2 kartöflur
hvítkálsbiti
blómkáls- eða brokkolíbiti
púrrlauksbiti
2 msk tómatsósa
1-2 grænmetisteningar
Aðferð
Skolið grænmetið og afhýðið
mælið vatnið í pott og fáið upp suðu
skerið grænmetið í bita og látið það út í sjóðandi vatnið
setjið grænmetiskraftinn út í súpuna ásamt tómatsósunni
látið súpuna sjóða í 15 mín

Comentarios