top of page

Fiskibollur með karrýsósu

Þriðjudagurinn 14. sept og miðvikudagurinn 15. sept

Nemendur gerðu fiskibollur frá grunni ásamt karrýsósu

Uppskrift

Hráefni i bollur

  • 330 g ýsa

  • 1/3 laukur

  • 35 g hveiti

  • 35 g kartöflumjöl

  • ½ egg

  • ½ dl mjólk

  • ½ tsk salt

  • ½ tsk pipar

  • Smjör til steikingar

Aðferð

  1. Saxið lauk

  2. Setjið fiski hakkið í hrærivélaskál og bætið út í hveiti, kartöflumjöli, lauk og hrærið saman

  3. Setið eggið útí

  4. Mjólkinni bætt við

  5. Bætið kryddunum við – salt og pipar

  6. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c

  7. Hitið pönnu og setjið smjör á hana

  8. Útbúið bollur úr hakkinu með skeiðum og steikið á pönnunni þar til þær eru gullin brúnar á hvorri hlið

  9. Setjið bollurnar í eldfastmót og bakið í ofni í 15 mínútur

Karrýsósa

Hráefni

  • 1,5 msk smjör

  • ½ tsk karrí

  • 1,5 msk hveiti

  • ca. 2,5 dl vökvi

  • ½ teningur hænsnakraftur

Aðferð

  1. Smjörið brætt og karrí bætt útí

  2. Hveitinu bætt út í og blandan pískuð á fremur háum hita þar til hún verður þykk

  3. Þá er vökvanum bætt út í og á meðan er hrært stöðugt í sósunni með písk

  4. Þá er hænsnakraftinum bætt út í

  5. Sósan látin malla í 3-5 mínútur.

25 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page