Í þessari uppskrift notum við uppskrift af pizzadeigi og aðferðina við bollurnar má sjá hér
Uppskrift af pizzadeigi
Hráefni
1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
3 tsk þurrger
1 tsk sykur
½ tsk salt
1 egg
3 msk matarolía
6 til 6 ½ dl hveiti + hveiti til að hnoða upp í
Aðferð
Kveikið á ofninum á 180°C
Blandið saman heitu vatni og mjólk í skál.
Mælið gerið og stráið því í skálina.
Setjið sykur, salt, egg og matarolíu út í skálina.
Mælið hveitið og blandið því saman við.
Látið deigið lyfta sér á volgum stað ef tími er til, gott er að það lyfti sér um helming.
Takið til efnið í fyllinguna.
Takið til ofnplötu og pappír.
Takið deigið úr skálinni, hnoðið það lítillega
Hnoðið þangað til deigið verður sprungulaust og festist ekki við borð eða hendur.
Takið lítinn hluta af deiginu og fletið út, setjið sósu og álegg
Lokið deiginu svo úr verði bolla og látið samskeytin snúa niður
Pennslið hverja bollu með eggjar og mjólkurblöndu og stráið pizzakryddi yfir
Bakið í ofni í 10-15 mínútur
.
Comments