Nemendur í 8. bekk elduðu dásamlega gúllassúpu með hakki. Góð og matmikil súpa á köldum vetrardögum. Uppskriftin er minnkuð og hentar fyrir 2-3. Upprunarlega uppskriftin er af "gerum daginn girnilegan"
Hráefni
125g nautahakk
1 msk tómatpúrra
salt og pipar
½ hvítlauksrif
¼ rauð paprika
¼ laukur
½ dós Hunt´s niðursoðnir hakkaðir tómatar
3 Kartöflur, skornar í bita
3 dl vatn
1 nautateningar
1 tsk sojasósa
½ paprikukrydd
Aðferð
Steikið nautahakk á pönnu. Kryddið með salti og pipar og hrærið tómatpúrru saman við.
Setjið hakkið í pott
Hakkið papriku, lauk og hvítlauk og látið mýkjast við vægan hita á pönnu
Setjið allt í pott og látið sjóða saman í 15-20 mínútur. Berið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.
Einhver misskilningur var hér á ferð hjá einum hóp, en kartöflurnar áttu að fara beint í pottinn en ekki á pönnu áður
Comments