top of page

Hrökk-kex

Í tímanum 26. október fóru nemendur í 8. bekk yfir stein- og snefilefni, skoðað var aðallega kalk og járn og hvaða tilgangi það þjónar fyrir okkur


Einnig bökuðu nemendur hrökk kex - upprunarlega uppskriftin er frá Paz.is, en við gerðum örlitlar breytingar




Hráefni

  • 1/2 dl sesamfræ

  • 1/2 dl Hörfræ

  • 1/4 dl Graskersfræ

  • 3/4 dl Sólblómafræ

  • 2 ½ dl heilhveiti

  • 1/2 tsk borðsalt

  • 1/2 dl Extra Virgin Ólífuolía

  • 2 dl sjóðandi heitt vatn

  • Maldon salt

  • Hvítlaukskrydd

Aðferð

  1. Setjið Fræin, saltið og hveilheitið saman í skál og hrærið saman með skeið.

  2. Setjið því næst olíuna og hrærið hana aðeins inn í blönduna.

  3. Sjóðandi vatninu er svo hellt yfir að lokum og allt hrært saman.

  4. Setjið deigið á bökunarpappír og svo annan bökunarpappír ofan á.

  5. Byrjið á að fletja það aðeins út með flötum lófa og notið svo kökukelfi til að fletja deigið út í ferning sem er jafnstór og bökunarpappírinn.

  6. Takið næst pappírinn ofan af og setjið deigið á bökunarplötu með pappírnum sem var undir. Best er að draga pappírinn upp á plötuna, það þarf að fara varlega að deigið leki ekki til.

  7. Saltið svo yfir allt með grófu Maldon salti og stráið hvítlauksduftinu yfir.

  8. Að lokum er gott að skera í deigið með pizzaskera.

  9. Bakist í 45 mínútur við 150 c°


6 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page