Í dag fórum við yfir almenna næringarfræði og elduðum svo kjúklingapasta
Hráefni
½ kjúklingabringa
1 msk olía
100 g pasta
1-2 msk maískorn
¼ paprika
Season all
1 msk tómatpúrra
1 dl mjólk
Aðferð
Setjið pastað í pott og ásamt vatni og látið vatnið ná vel yfir, setjið örlítið salt með
Setjið pottinn á hellu, lok á og kveikið undir á hæðsta hita - lækkið undir þegar að suðan kemur upp
Skerið kjúklinginn strimla og setjið í skál og kryddið með season all
Setjið tómatpúrru, og mjólk í skál og hrærið saman
Setjið kjúklinginn út í tómatblönduna og veltið honum uppúr í smá stund
Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í gegn, passið að steikja ekki á fullum hita svo þið brennið ekki kjúklinginn
Skerið paprikuna í bita og setjið á diskinn
Þegar að pastað er tilbúið setjið það á diskinn með paprikunni
Setjið kjúklinginn á diskinn með pastanu og paprikunni
Setjið maískorn yfir
Það er ekki alltaf allt fullkomið hjá okkur í heimilisfræðinni þó það sé yfirleitt þannig ;)
En hér urðu smá mistök þegar pastað var soðið. Of lítið vatn og alltof hár hiti olli því að pastað brann svona hressilega við botninn.
Mistök eru góð, því við lærum af þeim.
Comentarios