top of page

Vegan súkkulaðikaka

Updated: Nov 19, 2021

Þriðjudagurinn 5. október og miðvikudagurinn 6. október 2021

Í tímanum fórum við yfir jurtafæði, kynntumst ólíkum tegundum mataræðis og bökuðum svo vegan súkkulaði köku. Kakan er dásamlega mjúk og góð en uppskriftin er upphaflega frá veganistum

Uppskrift af köku

Hráefni:

  • 3 ½ dl hveiti

  • 2 ½ dl sykur

  • 1 ¼ dl kakó

  • 1 tsk matarsódi

  • ½ tsk salt

  • 2 ½ dl vatn (deigið var frekar þykkt svo við bættum við ca 1 dl af vatni)

  • ¼ dl olía

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1/2 msk eplaedik

Aðferð

1. Hitið ofninn í 175°c með blæstri

2. Blandið þurrefnum saman í skál 

3. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið þar til engir kekkir eru í deiginu

4. Smyrjið tvö lítil kökuform og hellið deginu í

5. bakið í 20 mín

Krem (dugir á 3 uppskriftir)

Hráefni

350 g smjörlíki

500 g flórsykur

3 msk kakó

2 msk sterkt kaffi

1 tsk vanilludropar

Aðferð

1. Þeytið smjörlíkið í smá stund þar til það er orðið mjúkt

2. bætið flóryskrinum saman við og þreytið vel saman

3. bætið við kakói og vanilludropum ásamt kaffi

4. Þeytið kremi vel í nokkrar mínútur

5. setjið á kökuna þegar að kakan hefur kólnað




Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Heimilisfræði GÍÞ. Proudly created with Wix.com

bottom of page