Nemandinn sem vann stigakeppnina í Hlaup-orma hópnum valdi að baka appelsínukökur með súkkulaðikremi
Uppskriftin er fengin frá Albert Eldar
Hráefni
160 g smjöríki eða smjör
160 g hveiti
160 g sykur
rifinn börkur af einni appelsínu
safi úr appelsínu
4 egg
Aðferð
Þeytið smjörlíki og sykur vel saman
bætið eggjum út í einu í einu
hveitinu bætt úr í
safanum og berkinum bætt útí í lokin
Setjið í tvö form og bakið við 190°C í 15 mín ( við settum í eitt stærra form)
Krem
Smjörklípa sett í pott ásamt 1 1/2 bolla af flórsykri, 2 msk af kakói, 1 1/2 tappi vanilludropar þynnt út með mjólk hrært vel í við lágan hita
Setjið helminginn af kreminu á milli botnanna og restin ofan á.
Comments