top of page

Pönnukökur með grjónum / creepes

Nemedur í 6. bekk bökuðu pönnukökur sem voru fylltar með grjónum, papriku, skinku og osti ásamt sósu. Ekki voru allir jafn spenntir fyrir þessari hugmynd enda þekkja flestir best pönnukökur upprúllaðar með sykri. Nemendur voru sammála um að þetta var einstaklega gott og borðuðu allir á sig gat. Þessi uppskrift gefur ca 8 pönnukökur, fer eftir þykkt þeirra


Hráefni

  • 2½ dl hveiti

  • ¼ tsk salt

  • ¼ tsk karrí eða paprikuduft

  • 3 dl mjólk

  • 2 egg

  • 2 msk matarolía

Hugmyndir að fyllingu

  • hrísgrjón, blaðlaukur, paprika, ostur, skinka, pepperoni, sveppir, sinneps- eða hvítlaukssósa

Aðferð

  1. Byrjið á því að sjóða hrísgrjón eftir leiðbeiningum á pakka. Setjið ½ tsk af salti út í vatnið

  2. Öll hráefni sett í skál og hrærð vel saman með pískara.

  3. Bakið pönnukökurnar á pönnukökupönnu.

  4. Skerið niður allt sem á að fara í fyllinguna. Ekki skera kjötið of smátt.

  5. Setjið fyllingu á annan helminginn á pönnuköku ásamt sósu að eigin vali og brjótið saman



Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Heimilisfræði GÍÞ. Proudly created with Wix.com

bottom of page