Subwaykökur frá grgs
Við breyttum smarties magninu og settum saxað súkkulaði til helminga við smatries
Nemendur voru með svolítið fleiri en 30 kökur og því var bökunar tíminn styttri, passið að fylgjast vel með kökunum í ofninum svo þær brenni ekki
Hráefni
150 g smjör
200 g púðursykur
50 g sykur
1 pakki Royal vanillubúðingur
1 tsk vanillusykur
2 egg
270 g hveiti
1 tsk matarsódi
75 g smarties
75 g súkkulaði saxað
Aðferð
Hrærið smjöri, sykri, púðursykri, vanillubúðingunum og vanillusykrinum mjög vel saman.
Bætið eggjunum saman við og hrærið á milli. Bætið þá hveiti og matarsóda saman við.
Síðan er smartís og súkkulaði að lokum hrært út í.
Mótið um 30 kúlur úr deiginu og setjið á smjörpappír með góðu bili á milli þeirra. Setjið inn í 180 °c heitan ofn í 15-20 mínútur.
Comments