Nemendur í 6. bekk bökuðu appelsínu smákökur, en þessa uppskrift fengum við fyrst frá Þuríði Gísladóttur hér í Þorlákshöfn fyrir 3 árum og hafa þessar kökur verið fastur liður hjá 6. bekk síðan.
Virkilega góðar smákökur sem ég mæli með að allir prófi
Hráefni
200 g smjörlíki
100 g púðursykur
100 g sykur
Eitt egg
260 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
Börkur af einni appelsínu
Súkkulaðidropar
Aðferð
Kveikið á ofninum og stillið á 200°c og blástur
Þeytið saman 200 g smjörlíki, 100g púðursykur og 100g sykur
Bætið við einu egg, 260 g hveiti, 1 tsk lyftiduft, ½ tsk matarsódi og berki af einni appelsínu.
Mótið kúlur og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír
Setjið einn súkkkulaðidropa ofan á hverja köku
Bakið í miðjum ofni á 200°c
Comments