Þessa uppskrift er að finna í vinnubók 3. bekkjar "heimilisfræði 3"
Uppskrift fyrir 2-3 nemendur
Hráefni
1 1/2 dl volgt vatn
1 msk olía
2 tsk þurrger
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
2 dl hveiti
1 dl heilhveiti
1 msk fræ
Aðferð
Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og blástur
Mælið allt í skál og hrærið vel
Hnoðið á borði og bætið hveiti við ef þarf
Hnoðið deigið vel, brauðið verður betra ef þið gefið ykkur góðan tíma í að hnoða
Mótið bollur, langlokur, kringlur snúninga eða það sem ykkur dettur í hug
Látið brauðið á plötu með bökunarpappír og pennslið með mjólk eða blöndu af mjólk og eggi
Látið brauðið lyfta sér í 10-20 mínútur ef tími gefst
Bakið brauðið í 10-12 mínútur
Comments