top of page
Writer's pictureÞóra Kjartansdóttir

Súkkulaði muffins með súkkulaði bitum

Bökuðum muffins kökur frá gotteri.is, gerðum örlitlar breytingar, en við bættum við söxuðu súkkulaði


Hráefni

  • 260 g hveiti

  • 220 g sykur

  • 6 msk bökunarkakó

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk matarsódi

  • 3 egg

  • 2 tsk vanilludropar

  • 160 ml olía

  • 230 ml kalt vatn

  • Saxað súkkulaði eftir smekk

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C

  2. Setjið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar.

  3. Þeytið saman í hrærivél, egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér

  4. Bætið þurrefnunum rólega samanvið og skafið vel niður á milli.

  5. Bætið söxuðu súkkulaði saman við

  6. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur.


43 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


Post: Blog2_Post
bottom of page