Nemendur í 5. bekk bökuðu Kúrenukökur, uppskriftin er úr kökubók hagkaups ( við minnkuðum kókosmjölið í uppskriftinni )
Í seinnihluta tímans ræddum við um samvinnu og unnum verkefni tengt því
Hráefni
150 g smjörlíki
225 g sykur
1 egg
225 g hveiti
75 g rúsínur
100 g kókosmjöl
½ tsk matarsódi
Aðferð
Kveikið á ofninum og stillið á 180°c
Setjið öll hráefnin í hrærivélaskál og vinnið saman á rólegum hraða þar til allt er vel blandað saman
mótið kúlur og raðið á bökunarplötu
Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur
Comments