Súkkulaðibitasmákökur 2. 5. og 6. bekkur
- Þóra Kjartansdóttir
- Nov 24, 2021
- 1 min read
Updated: Dec 3, 2021
Bæði 2.- og 5. bekkur bökuðu súkkulaðibitasmákökur þessa vikuna. Jólin nálgast hratt og tilvalið að byrja núna á jólabakstrinum
Hráefni
125 gr smjör
125 gr púðursykur
50 gr sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
175 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
150 gr súkkulaðidropar
Aðferð
Stillið ofninn á 190°C
Hrærið saman smjör, púðursykur og sykur.
Bætið egginu út í og síðan hinum þurrefnunum smám saman.
Bætið að lokum súkkulaðidropunum saman við.
Setjið bökunarpappír á plötur og setjið væna teskeið af deigi fyrir hverja köku.
Bakið í 6-8 mínútur. - betra er að hafa þær örlítið of lítið bakaðar en of mikið
Kökurnar komu mis vel út, sumir hópar gleymdu að hafa gott bil á milli svo þær runnu saman. En allar brögðuðust þær vel :)
コメント