Hráefni
125 g smjör
125 g púðursykur
5 g sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
175 g hveiti
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
150 g súkkulaðidropar eða 75 g súkkulaðidropar og 75 g smarties
Aðferð
Stillið ofninn á 190°C
Hrærið saman smjör, púðursykur og sykur.
Bætið egginu út í og síðan hinum þurrefnunum smám saman.
Bætið að lokum súkkulaðidropunum saman við.
Setjið bökunarpappír á plötur og setjið væna teskeið af deigi fyrir hverja köku.
Bakið í 6-8 mínútur. - betra er að hafa þær örlítið of lítið bakaðar en of mikið
Comments