Hráefni
2 og 1/2 dl volgt vatn
1 og 1/2 tsk þurrger
2 msk sykur
3 msk olía
1/2 tsk salt
6 og 1/2 dl hveiti
rifinn ostur
Til penslunar:
3 msk smjör, brætt
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk hvítlaukskrydd
1/2 tsk ítalskt krydd
Aðferð
Stillið ofninn á 200 gráður og blástur
Setjið allt í hrærivélaskál nema hveitið
Stillið hrærivélina á lægstu stillingu
Bætið hveitinu saman við í skömmtum
Hækkið hraðann á hrærivélinni og leyfið deiginu að hnoðast í 5-7 mínútur
Takið deigið út og hnoðið á hveitistráðu borði
Skiptið deiginu upp í 12 hluta,
mótið stangir og gerið rauf fyrir ostinn, lokið og rúllið þeim upp svo osturinn sé inni í deiginu
Setjið á bökunar plötu með bökunarpappír
Setjið brauðstangirnar inn í ofn
Bakist í 15-20 mín
Á meðan brauðstangirnar eru að bakast, blandið þá saman bræddu smjöri, salti, hvítlaukskryddi og ítölsku kryddi
Penslið kryddblöndunni á stangirnar um leið og þær koma úr ofninum
Comments