top of page
Writer's pictureÞóra Kjartansdóttir

Einfaldar brauðbollur

Nemendur í 10. bekk bökuðu brauðbollur.

Gott er að bæta við fræjum eða öðru sem ykkur þykir gott í brauð

uppskriftin er frá "Gott í matinn"



Hráefni

  • 2 dl Ylvolgt vatn

  • 2 dl Nýmjólk

  • 2 1⁄2 tsk Þurrger

  • 2 msk Sykur

  • 1 tsk Salt

  • 50 g Smjör, brætt

  • 2 stk Egg, annað til penslunar

  • 8 dl Hveiti (um 8-10 dl)



Aðferð

  • Hrærið mjólk og vatn saman í skál.

  • Setjið þurrger saman við.

  • Hrærið þar til freyðir.

  • Látið þá sykur, salt, 1 egg og brætt smjör (passa að það sé ekki of heitt) út í.

  • Hrærið.

  • Setjið hveitið saman við smátt og smátt.

  • Hrærið og hnoðið þar til þið hafið óklístrað deig.

  • Þið gætuð þurft minna eða meira hveiti.

  • Hnoðið í stutta stund.

  • Leggið deigið aftur í skálina og breiðið hreint þvottastykki yfir og látið hefast á hlýjum stað í 40 mínútur.

  • kiptið deiginu í 22 bita og mótið bollur.

  • Látið hefast í 20 mínútur.

  • Penslið með þeyttu eggi og bakið í 15-20 mínútur við 200°

131 views0 comments

Recent Posts

See All

Hafrakökur hjá 10. bekk

Nemendur bökuðu hafrakökur 15. nóvember Hráefni 2 msk olía 75 g smjör 1 dl púðursykur 1 egg 1 dl kókosmjöl 1 dl heilhveiti ¼ tsk...

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page