Nemendur í 10. bekk bökuðu brauðbollur.
Gott er að bæta við fræjum eða öðru sem ykkur þykir gott í brauð
uppskriftin er frá "Gott í matinn"
Hráefni
2 dl Ylvolgt vatn
2 dl Nýmjólk
2 1⁄2 tsk Þurrger
2 msk Sykur
1 tsk Salt
50 g Smjör, brætt
2 stk Egg, annað til penslunar
8 dl Hveiti (um 8-10 dl)
Aðferð
Hrærið mjólk og vatn saman í skál.
Setjið þurrger saman við.
Hrærið þar til freyðir.
Látið þá sykur, salt, 1 egg og brætt smjör (passa að það sé ekki of heitt) út í.
Hrærið.
Setjið hveitið saman við smátt og smátt.
Hrærið og hnoðið þar til þið hafið óklístrað deig.
Þið gætuð þurft minna eða meira hveiti.
Hnoðið í stutta stund.
Leggið deigið aftur í skálina og breiðið hreint þvottastykki yfir og látið hefast á hlýjum stað í 40 mínútur.
kiptið deiginu í 22 bita og mótið bollur.
Látið hefast í 20 mínútur.
Penslið með þeyttu eggi og bakið í 15-20 mínútur við 200°
Comments