top of page
Writer's pictureÞóra Kjartansdóttir

Lakkrístoppar

Updated: Jan 25, 2022

Nemendur í 7, 8 og 10. bekk baka öll lakkrístoppa fyrir jólin

Þetta hefur tekist misvel hjá nemendum, en mikilvægt er að passa að engin eggjarauða fari með eggjahvítunni þegar að þeyta á í marengsinn. Einnig að þeyta nóg


Hráefni

• 3 eggjahvítur ( 1 dl )

• 200 g púðursykur

• 100 g rjómasúkkulaðidropar

• 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.

  2. Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.

  3. Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.

  4. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.

  5. Bakið í 16-17 mín.



24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


Post: Blog2_Post
bottom of page