top of page

Frönsk matarmenning

Í val áfangnum Áhugi er matarmenning kennt á einu tímabili, nemendur hafa fengið fræðslu um Mexíkó, Sri Lanka og Frakkland


Hér koma myndir og uppskriftir af matreiðslunni sem nemendur bökuðu og elduðu tengt Frakklandi



 


Éclair - Uppskrift fengin af heimasíðu Lindu Ben

Byrjað er á að gera fyllinguna því það tekur tíma að kæla hana niður.

Hráefni í fyllingu:

  • 2 bollar nýmjólk

  • 1/2 vanillustöng, skorið í hana miðja og skofið kornin innan úr

  • 6 eggjarauður

  • 2/3 bolli sykur

  • 1/4 bolli kornsterkja

  • 1 msk ósaltað smjör

Aðferð

  1. Settu mjólkina ásamt vanillukornum í pott og hitaðu að suðu.

  2. Slökktu undir pottinum og láttu standa í smá stund.

  3. Hrærðu saman eggjarauðurnar og sykur þangað til blandan verður ljós og létt.

  4. Bætttu því næst kornsterkjunni út í eggjablönduna og hrærðu þangað til alveg kekklaust.

  5. Settu svo 1/4 bolla af vanillumjólkinni út í og hrærðu hægt saman við,

  6. skafðu niður með hliðunum með sleikju svo allt blandist vel.

  7. Eftir það seturu sett afganginn af mjólkinni út í og blandað vel.

  8. Settu síðan blönduna í pott, stiltu á miðlungs hita.

  9. Hrærðu stanslaust í blöndunni þangað til hún byrjar að þykkna og mynda krem.

  10. Taktu af hellunni þegar blandan nær suðu,

  11. hrærðu aðeins lengur til þess að kæla kremið örlítið.

  12. Plastaðu kremið vel og setjið í kæli

Eclair deigið

  • 1 bolli vatn

  • 113 g smjör

  • 1/2 tsk salt

  • 1 1/2 tsk sykur

  • 1 bolli hveiti

  • 3 egg + 1 í viðbót ef þarf


Aðferð

  1. Hitaðu ofninn í 220°C.

  2. Settu vatnið í miðlungs til stóran pott ásamt smjörinu, saltinu og sykrinum. Hitaðu að suðu, taktu þá strax af hitanum.

  3. Settu allt hveitið út í í einu og hrærðu því saman við með tréskeið þangað til allt hveitið hefur samlagast.

  4. Settu þá deigið í hrærivélina og notaðu hnoðarann.

  5. Hrærðu svolítið í deiginu til þess að það kólni svolítið.

  6. Settu svo eitt egg í einu og skafaðu niður með hliðunum.

  7. Þegar þú ert búin að setja 3 egg út í en deigið er ennþá mjög líkt smjörbollu þá seturu eitt egg út í í viðbót, deigið á að vera þykkt en leka samt af hnoðaranum þegar þú takur hann upp úr skálinni.

  8. Settu deigið í sprautupoka með stórum stút. Sprautaðu í lengjur, hafðu 5 cm á milli hverrar lengju,

  9. Penslaðu eggi á hverja lengju áður en þessu er skellt í ofninn.

  10. Bakkelsið er látið vera í ofninum í 15 mín á 220°C en svo er hitinn lækkaður í 190°C í 15 mín, passaðu að opna ekki ofninn á meðan bakkelsið er inni.

  11. Þegar bakkelsið er búið að kólna svolítið þá geriru gat á það á öðrum endanum. Settu fyllinguna í sprautupoka og sprautaðu inn í gatið ágætis magni af fyllingu svo það nái í báða endana.




 

Frönsk súkkulaðikaka - Man því miður ekki hvaðan uppskriftin kemur


Hráefni

  • 200 g sykur

  • 4 egg

  • 200 g suðusúkkulaði

  • 200 g smjör

  • 1 dl hveiti

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C (blástur).

  2. Þeytið sykur og egg saman þar til blandan verður létt og ljós.

  3. Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita.

  4. Blandið hveitinu saman við eggjablönduna, sumir vilja sleppa hveitinu en þá verður kakan sérstaklega blaut. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við í lokin.

  5. Smyrjið bökunarfom eða setjið (eins og mér þykir best) bökunarpappír í botninn á forminu og hellið deiginu í formið.

  6. Bakið kökuna í 30 mínútur.

Kremið

150 g suðusúkkulaði 70 g smjör 2-3 msk síróp


Aðferð – krem

Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað.




 

Súkkalaðikaka með blautri miðju 6 kökur


Hráefni

  • 120 g smjör

  • 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)

  • 31 g hveiti

  • 60 g flórsykur

  • salt á hnífsoddi

  • 2 eggjarauður

  • 2 egg

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 210°C

  2. Smyrjið lítil form mjög vel.

  3. Bræðið smjör og saxið súkkulaði smátt, bætið súkkulaðinu saman við og bræðið við vægan hita.

  4. Sigtið saman þurrefni.

  5. Pískið egg og eggjarauður saman í annarri skál.

  6. Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið.

  7. Næsta skref er að hella deiginum út í skál með bræddu súkkulaði og hræra öllu mjög vel saman.

  8. Skiptið deiginu niður í form og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur. (ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar)

*Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða meiri baksturstíma, þið finnið það best sjálf. Ef þið viljið æfa ykkur þá mæli ég með því að baka eina köku í einu, en með því getið þið fundið út hvaða tími sé bestur í ykkar ofni.



 


Frönsk eggjakaka

Hráefni

  • 2 stór egg

  • 2 matskeiðar mjólk

  • Klípa af salti og ferskur malaður svartur pipar

  • 1 matskeið ósaltað smjör

Aðferð

  1. Blandið saman egg, mjólk, salt og pipar í skál og blandið mjög vel með gaffli eða handþeytara.

  2. Setjið viðloðunarfría pönnu á eldavélina.

  3. Hitið yfir miðlungsháum hita.

  4. Þegar pannan er orðin heit, bætið þá smjöri við. Hreyfið pönnuna til svo smjörið dreifist jafnt, þar til það hefur alveg bráðnað.

  5. Bætið þá eggjunum við og látið þau hitna örlítið. Hrærið þá kröftuglega til að eggið eldist jafnt. Þegar eggin eru að verða stíf, hristið pönnuna svo eggin losni frá pönnunni. Notið spaða til þess ef þess þarf.

  6. Þá er pönnunni hallað í 45 gráður og eggjakakan vandlega brotin saman í umslag.

  7. Dragið úr hitanum til að koma í veg fyrir að eggjakakan brúnist of mikið. Sígild frönsk eggjakaka á að vera ljós og falleg á að líta. Flytjið kökuna yfir á disk og reiðið fram. ATH – FYLLING Þegar eggin eru að eldast bætið við hráefni að eigin vali áður en kakan er brotin saman. t.d ostur, skinka, paprika, sveppir eða hvað annað sem hugurinn girnist

29 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page