top of page
Writer's pictureÞóra Kjartansdóttir

Gamaldags jógúrt muffins

Hráefni

  • 3 egg

  • 3 dl púðursykur

  • 2 tsk vanilludropar

  • 2,5 dl karamellujógúrt

  • 2,5 dl olía

  • 6 dl hveiti

  • 1 tsk lyftiduft

  • 200 gr saxað suðusúkkulaði


Aðferð

  1. Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.

  2. Þeytið 3 egg, 3 dl púðursykur og 2tak vanilludropa þar til ljóst og létt.

  3. Bætið olíunni rólega saman við ásamt 2,5 dl af jógúrti.

  4. Setjið svo 6dl hveiti og 1 tsk lyftiduft saman við og hrærið þar til það er rétt svo komið saman við.

  5. Bætið 200g af söxuðu súkkulaði út í og hrærið varlega með sleikju þar til allt er komið saman.

  6. Setjið deigið í pappírsklædd muffinsform og bakið í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.



195 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page