Mánudaginn 11. október
Í tímanum lásum við um ávexti og hvaðan þeir koma aðallega, hvernig er best að geyma þá og meðhöndla
Til að efla sjálfstæði þeirra í vinnu, vinnuhraða og samvinnu förum við í stundum í keppni. Keppnin virkar þannig að kennarinn fer vel yfir uppskriftina áður en við byrjum, nemendur spyrja ef það er eitthvað óljóst eða vilja vita betur. Nemendum er skipt í hópa og getur hópurinn unnið sér inn stig fyrir góða samvinnu, að vera fyrstir að klára og spurja ekki óþarfa spurningar, t.d um eitthvað sem stendur skýrt og greinilega í uppskriftinni. Hver nemendi safnar svo stigum í gegnum tímana og sá sem er stiga hæðstur fær að velja hvað við bökum eða eldum í lok annarinnar. Nemendur hafa tekið vel í þetta og eru þau yfirleitt mjög jöfn í stigum. Oft eru 2-3 sem þurf að deila sigrinum að lokum
Eldaður var heitur réttur úr lesbók 5. bekkjar
Uppskrift
Hráefni
3 brauðsneiðar
3 skinkusneiðar
1/4 paprika
Biti af blaðlauk
1/2 dós ferskjur
1/3 dós skinkumyrja
3/4 dl mjólk
1 egg
2-3 msk ferskjusafi
Örlítið salt
Rifinn ostur
Aðferð
Kveikið á ofninum og stillið á 200 gráður
Smyrjið eldfast mót með olíu
Skerið skorpuna af brauðinu og skerið eða rífið brauðið í litla bita, setjið brauðið svo í eldfastamótið
Skerið skinkuna í litla bita
Hreinsið paprikuna og blaðlaukinn og skerið í litla bita
Sigtið safan frá ferskjunum og geymið
Skerið ferskjuna í litla bita
Setjið skinkuna, grænmetið og ferskjurnar í mótið
Setjið skinkumyrjuna í skál ásamt salti, mjólk og ferskjusafa og hrærið saman
Bætið egginu við og hrærið þar til allt er vel blandað saman
Hellið blöndunni yfir hráefnið í mótinu
Stráið rifnum osti yfir
Bakið í ofni í 15 mín
Комментарии