Núna þegar jólin nálgast er það hefð hjá mörgum að gera jólaís. Nemendur í 7. bekk gerðu grunn uppskrift af vanillu ís. Hægt er að leika sér og bæta því sem hugurinn girnist út í ísblönduna áður en honum er skellt í frysti
Hráefni
4 egg
70 g sykur
4 dl rjomi
2 tsk vaniludropar
Aðferð
Hrærið saman egg og sykur þar til það er létt og ljóst
stífþeytið rjómann og vanilludropa
blandið eggjablöndunni varðlega saman við rjómann
ef þið viljið setja súkkulaði eða annað nammi í ísinn skaltu gera það núna og blanda vel saman
setjið ísinn í box og svo í frysti í nokkra klukkutíma
Comments