top of page
Writer's pictureÞóra Kjartansdóttir

Hrærð egg hjá 3. bekk

Í dag elduðu nemendur egg á pönnu, eldamennskan gekk vel en í einum hóp varð einhver misskilingur sem kom í ljós þegar borða átti eggin, en í stað þesss að setja 1/4 tsk salt settu þau 1 MATSKEIÐ, það þarf kanski ekki að segja frá því en eggin voru óæt. Þrátt fyrir það borðaði einn nemandinn eggin sín af bestu lyst. Eftir eldamennskuna fórum við yfir eldhúsorðin þar sem þau pöruðu saman setningar og orð


Hrærð egg fyrir tvo



Hráefni

  • 2 egg

  • 1/4 tsk salt

  • 1 msk mjólk

  • 1 msk olía

Aðferð

  1. Brjótið eggin í skál og bætið við mjólkinni og saltinu saman við

  2. Hrærið vel saman með gaffli

  3. Hitið olíuna á pönnu við lágan hita

  4. Hellið eggjablöndunni varlega á pönnuna, hrærið með sleif allan tímann sem eggin er að hlaupa saman. Eggin eiga að vera aðeins blaut

  5. Gott er að borða hrærð egg með ristuðu brauði eða tómatsósu

16 views0 comments

Recent Posts

See All

Vöfflur

Uppskrift af vöfflum sem 3. bekkur bakar, ca 6- 8 vöfflur Hráefni 2 egg 1 msk sykur 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1 tsk möndludropar 3 dl...

Commentaires


Post: Blog2_Post
bottom of page