Nemendur í 3. bekk bökuðu smákökur með súkkulaðibitum
Hráefni
150 g mjúkt smjör
1 dl sykur
1½ dl púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
3 ½ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
100g gróft brytjað suðusúkkulaði
Aðferð
Hrærið smjör, sykur, egg og vanilludropa vandlega sama í hrærivél.
Bætið hveiti, salti og lyftidufti saman við og blandið vel með sleikju.
Blandið súkkulaðibitum saman við deigið með sleikjunni.
Setjið deigið með skeið í toppa á bökunarplötu og passið að hafa gott bil á milli.
Kökurnar eiga að vera svolítið stórar en athugið að þær renna mikið út
Bakið í átta mínútur
Látið kökurnar kólna áður en þið takið þær af plötunni
Comments