top of page

Kjötbollur í piparostasósu

Mánudagurinn 11. október

Nemendur elduðu kjötbollur og gerðu piparostasósu. Bollurnar voru heldur saltar en í upphaflegu uppskriftinni var 1 tsk salt og hef ég því tekið það úr hráefnalistanum. Nemendum þótti bollurnar góðar en sumum þótti þó heldur mikill laukur. Einnig þótti okkur sósan verða of þykk svo við bættum við örlítið af rjóma

Hráefni fyrir bollur

  • 200 g nauta­hakk

  • ½ lít­ill lauk­ur, saxaður smátt

  • 1 hvítlauksrif, kram­inn

  • 1 egg

  • Salt og pipar

  • 1 stk Nautakraftur

Aðferð

  1. Skerðu laukinn og hvítlaukinn mjög smátt niður

  2. Settu hakkið í skál, rífðu einn tenging af nautakrafti og settu út í hakkið

  3. Bættu við 1 tsk pipar

  4. Bættu laukunum saman við

  5. Bættu við einu eggi

  6. Blandið vel saman með höndum

  7. Mótaðu bollur og steiktu allar hliðar á heitri pönnu

  8. Settu bollurnar í eldfastmót og inn í ofn í 10 mínnútur

Hráefni sósa

  • Hálfur piparostur

  • 125 ml rjómi

  • 1 grænmetiskraftur

Aðferð

  1. Rífðu piparostinn niður og settu í pott ásamt rjómanum - hafið á miðlungshita

  2. Bættu grænmetistening saman við

  3. Taktu bollurnar úr ofninum og heltu sósunni yfir


Uppskriftin er fyrir tvo-þrjá


73 views0 comments

Recent Posts

See All

Hafrakökur hjá 10. bekk

Nemendur bökuðu hafrakökur 15. nóvember Hráefni 2 msk olía 75 g smjör 1 dl púðursykur 1 egg 1 dl kókosmjöl 1 dl heilhveiti ¼ tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 ½ dl haframjöl ½ tsk vanilludropar 100 g súkkula

Post: Blog2_Post
bottom of page