Muffinskökur dverganna sjö
- Þóra Kjartansdóttir
- Oct 19, 2021
- 1 min read
Updated: May 11, 2022
Uppskrift úr bókinni "Matreiðslubókin mín og Mikka"
Hráefni
50g smjörlíki
1 dl sykur
1 egg
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
1 dl smátt saxað súkkulaði
Aðferð
Hitið ofninn í 170°C
Setjið smjörlíki og sykur í skál og blandið saman.
Bætið egginu við blönduna og hrærið stutta stund.
Hellið mjólkinni og vanilludropunum útí.
Sáldrið hveiti ásamt lyftidufti útí skálina og blandið vel.
Blandið söxuðu súkkulaðinu saman við með sleif og skiptið í pappírsmót (dugar í um 12 stk).

Comments