top of page

Möndlukaka

Updated: Oct 20, 2021

Möndlukaka inniheldur satt að segja engar möndlur heldur möndludropa sem er bragðefni. Því megum við hér í grunnskólanum í Þorlákshöfn baka þessa dásamlegu köku en skólinn er hnetu- og möndlulaus.

uppskriftin er fengin af heimasíðunni ljufmeti.is

Mynd fengin að láni af ljufmeti.is

Hráefni

  • 75 gr smjör

  • 1 dl sykur

  • 2 egg

  • 2 1/2 dl hveiti

  • 2 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 1 tsk möndludropar

  • 1 dl mjólk


Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°.

  2. Hrærið saman smjöri og sykri þar til létt og ljóst.

  3. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel.

  4. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk.

  5. Hrærið þar til deigið verður slétt og kekkjalaust.

  6. Setjið deigið í tvö smurð bökunarform

  7. Bakið í 20 mínútur Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

  • 3 dl flórsykur

  • 1 msk heitt vatn

  • 1 msk Ribena sólberjasafi


27 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page