top of page
Writer's pictureÞóra Kjartansdóttir

Múmmíu pulsur

Updated: Oct 29, 2021

Í tilefni af Halloween/Þollóween gerðu nemendur í 6. bekk pulsur klæddar í múmmíu klæði

Þau byrjuðu á að búa til brauðdeig sem þau svo vöfðu utan um pulsur.


Síðar í tímanum lásum við um kjöt, bæði lamba-, svína- og nautakjöt og lærðum um hvernær og hvernig það kom til Íslands.

Uppskrift af deigi utan um pulsur, ath þetta er hálf uppskrift af upprunarlegu uppskriftinni


Hráefni

  • ½ dl mjólk

  • ½ dl heitt vatn

  • 1 ½ tsk þurrger

  • ½ tsk sykur

  • ¼ tsk salt

  • ½ egg

  • 1 ½ msk matarolía

  • 3 dl hveiti – 3 ½ dl hveiti







Aðferð

  1. Blandið saman heitu vatni og mjólk í skál.

  2. Mælið gerið og stráið því í skálina.

  3. Setjið sykur, salt, egg og matarolíu út í skálina.

  4. Mælið hveitið og blandið því saman við.

  5. Hrærið vel þannig að deigið verði seigt.

  6. Takið til ofnplötu og pappír.

  7. Takið deigið úr skálinni, hnoðið það lítillega með hveiti og skiptið því í þrennt.

  8. Hnoðið þangað til deigið verður sprungulaust og festist ekki við borð eða hendur.

  9. Rúllið út litlar ræmur og vefjið utan um pulsurnar







23 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page