Mánudagurinn 4. október
Uppskrift úr uppskriftarhefti fyrir unglingastig
Ofnhiti 180 °C blástur
Hráefni
9 dl hveiti
1 tsk sykur
4 msk olía
3 tsk þurrger
3¾ dl volgt vatn
8 msk smurostur eftir smekk
birki- eða sesamfræ til að strá yfir brauðið
þeytt egg til að pensla með
Aðferð
Mælið öll þurrefni, olíu og ger í skál.
Blandið vatninu í og hrærið vel saman með sleif.
Hnoðið á hveitistráðu borði. Reynið að nota eins lítið hveiti og hægt er.
Látið deigið lyfta sér í 10 mínútur á hlýjum stað.
Hnoðið vel aftur.
Skiptið deiginu í tvo jafna hluta.
Fletjið hvorn hluta út í ferhyrning og skiptið honum í fjóra hluta.
Smyrjið miðjuna á hverjum ferhyrningi með osti.
Lokið með því að brjóta hliðarnar inn að miðju hvora yfir aðra svo að osturinn lokist vel inni.
Lokið endunum vandlega svo osturinn leki ekki út í bakstrinum.
Snúið tvisvar upp á ostaslaufurnar svo það komi snúningur á þær miðjar og raðið þeim svo á pappírsklædda bökunarplötu.
Hafið gott bil á milli því þær stækka í ofninum.
Felið endana á slaufunum með því að brjóta upp á þær þannig að endarnir fari undir slaufurnar og sjáist ekki.
Penslið með eggi og stráið birki- eða sesamfræjum ofan á.
Látið lyfta sér á plötunni í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þær eru settar inn í ofninn og bakaðar í um það bil 12 – 16 mínútur.
Comments