Þemað þessa dagana er Halloween og því gamana að geta leikið sér í eldhúsinu.
Nemendur í 4. bekk fengu frjálsar hendur til að útbúa halloween pizzu og var útkoman allskonar :)
Uppskrift
Hráefni
1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
3 tsk þurrger
1 tsk sykur
½ tsk salt
1 egg
3 msk matarolía
6 til 6 ½ dl hveiti + hveiti til að hnoða upp í
Aðferð
Blandið saman heitu vatni og mjólk í skál.
Mælið gerið og stráið því í skálina.
Setjið sykur, salt, egg og matarolíu út í skálina.
Mælið hveitið og blandið því saman við.
Hrærið vel þannig að deigið verði seigt.
Látið deigið lyfta sér á volgum stað ef tími er til, gott er að það lyfti sér um helming.
Takið til efnið á pizzuna.
Takið til ofnplötu og pappír.
Takið deigið úr skálinni, hnoðið það lítillega með hveiti og skiptið því í tvennt.
Hnoðið þangað til deigið verður sprungulaust og festist ekki við borð eða hendur.
Mótið pizzuna eftir ykkar höfði og notið það álegg sem þið viljið til að skreyta
Bakið í ofni í 10-12 mínútur á 180°C
Comments