top of page

Pizzasnúðar

Í tímanum skoðuðum við umhverfis- og endurvinnslumerkin, kynntum okkur hvaða tilgangi þau þjóna og hvað hvert merki þýðir fyrir okkur sem neytendur


Síðar í tímanum voru bakaðir pizzasnúðar


Hráefni

  • 1 dl mjólk

  • 1 dl heitt vatn

  • 3 tsk þurrger

  • 1 tsk sykur

  • ½ tsk salt

  • 1 egg

  • 3 msk matarolía

  • 6 til 6 ½ dl hveiti + hveiti til að hnoða upp í


Aðferð

  1. Kveikið á ofninum á 200°C

  2. Blandið saman heitu vatni og mjólk í skál.

  3. Mælið gerið og stráið því í skálina.

  4. Setjið sykur, salt, egg og matarolíu út í skálina.

  5. Mælið hveitið og blandið því saman við.

  6. Hrærið vel þannig að deigið verði seigt.

  7. Látið deigið lyfta sér á volgum stað ef tími er til, gott er að það lyfti sér um helming.

  8. Takið til efnið í fyllinguna.

  9. Takið til ofnplötu og pappír.

  10. Takið deigið úr skálinni, hnoðið það lítillega með hveiti og skiptið því í þrennt.

  11. Hnoðið þangað til deigið verður sprungulaust og festist ekki við borð eða hendur

  12. fletið deigið út og smyrjið með pizzasósu, stráið osti yfir og rúllið deiginu upp

  13. skerið deigið í 3-4 cam þykkar sneiðar og raðið á ofnplötu þannig að sárin snúi upp, þrýstið létt ofan á hvern snúð

  14. bakið í ofni í 12-15 mínútur





31 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page