Fimmtudagurinn 21. október og föstudagurinn 22. október
Nemendur í 6. bekk elduðu plokkfisk. Tíminn gekk vel hjá bæði fimmtudags og föstudagshópnum
Hráefni
350 g ýsa
350 g kartöflur
30 g smjör
½ laukur
30 g hveiti
4 dl mjólk
¼ tsk salt
örlítill pipar
½ hænsna tengingur
Aðferð
Setja kartöflur í pott, ásamt vatni og setja á hellu og stilla á hæðsta hita
Hafið lokið á
Setja vatn í pott ásamt salti og setja á hellu og ná suðunni upp.
Þegar suðan er komin upp þá setjið þið fiskinn ofan í og lokið aftur á
Lækkið þá hitann niður í 4
Bræðið smjör í potti og setjið laukinn útí
Bætið við hveiti og hrærið
Bætið þá við mjólkinni í skömmtum
Látið suðuna koma upp
Kryddið með salti, pipar og krafti
Bætið fisknum og kartöflum út í sósuna og hrærið
Comments