Í byrjun tímans lásum við um suðu og steikingu á fisk, hvernig best er að sjóða fisk svo hann verði ekki bragðlaus, glati ekki mikið af næringarefnum og hvernig við sjáum að hann sé tilbúinn. Þá fórum við yfir hvernig við steikjum fisk. Í seinni hluta tímans steiktu svo nemendur fisk í raspi
Uppskrift af steiktum við í raspi
Hráefni
1 fiskbiti á mann
olía
1/4 laukur
gylltur raspur
1 egg
smjör
salt
pipar
Aðferð
Setjið rasp, salt og pipar í skál og hrærið saman
Brjótið egg í skál og pískið saman
Veltið fiskistykkjunum uppúr egginu og síðan raspinum og leggið til hliðar
Skerið laukinn í ræmur og leggið til hliðar
Setjið 2 msk af olíu á pönnu og kveikið undir á hæðsta hita
Leifið olíunni að hitna áður en þið raðið fiskistykkjunum á pönnuna
Lækkið hitan á pönnunni ef hún er mjög heit – við viljum ekki brenna fiskinn
Steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er orðin gylltur
Færið fiskinn yfir í eldfast mót
Bætið 1 msk olíu á pönnuna og steikið laukinn
Setjið laukinn ofan á fiskstykkin ásamt klípu af smjöri
Setjið inn í ofn í nokkar mínútur
Berið fram með soðnum kartöflum, grænmeti, feiti, remúlaði, kokteilsósu eða því sem ykkur þykir gott
Fiskurinn tókst mjög vel hjá öllum hópum og var lítill sem enginn afgangur eftir tímann
Comments