top of page

Svangi Mangi

Updated: Nov 2, 2021

Nemendur í 5. og 8. bekk elduðu rétt sem kallast Svangi Mangi. Hann var virkilega góður og mæli ég með að allir prófi þennan einfalda pasta-hakk rétt




Hráefni

  • 2 dl pastaskrúfur

  • 200 g hakk

  • 1 msk olía

  • ½ paprika

  • 2 hvítlauksgeirar

  • smá svartur pipar

  • ¼ tsk karrý

  • 1 dl vatn

  • ½ dl tómatar í dós

  • ½ dl tómatsósa

  • Rifinn ostur


Aðferð

  1. Setjið pastað í pott ásamt vatni, látið vatnið ná vel yfir pastað

  2. Setjið pottinn á helluna, lokið á og kveikið undir ná hæsta hita

  3. Þegar vatnið fer að sjóða, lækkið þá hitann niður í 6

  4. Á meðan pastað er að sjóða, skerið þá niður paprikina og hvítlaukinn

  5. Hitið olíu á pönnu og steikið hakkið, paprikuna og hvítlaukinn (Passið að hafa ekki of háan hita)

  6. Kryddið hakkið og bætið sósunum og vatninu út á pönnuna

  7. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið pastað svo útá pönnuna

  8. stráið rifnum osti yfir og berið réttinn fram á pönnunni


31 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page